KALEIDO BAKKAR FRÁ HAY

Hin sænska Clara von Zweigbergk hannaði stórskemmtilegu Kaleido bakkana fyrir HAY. Bakkarnir koma í mörgum litum og eru þeir gerðir úr geómetrískum formum sem passar hvert inní annað, svo úr verður skemmtilegur leikur að búa til þína samsetningu. Bakkana má nota allt frá því að bera fram drykki, geyma smáhluti, skart, uppskriftir eða undir klink og lykla fram á gangi.

Þessi fallegu gylltu skæri eru einnig frá HAY og fást í Epal.

Litrík og skemmtileg hönnun frá HAY.

 

This entry was posted in Blogg and tagged .