Jólaborðið í Epal : Linda hjá Pastelpaper

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Linda Jóhannsdóttir hönnuður Pastelpaper dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 28. nóvember – 5. desember.

Linda Jóhannsdóttir hönnuður stofnaði Pastelpaper árið 2014. Undir nafninu Pastelpaper hefur hún meðal annars hannað dásamlegar illustration línur sem innihalda bæði myndir og póstkort, þrívídd messing verk og vatnslitaverk sem vakið hafa mikla athygli. Nýjasta verkefnið hennar er samstarfsverkefni með Urð, Linda myndskreytti kertið Brjóstbirta og gaf út nýja línu sem heitir Brjóst og saman stóð af 30 verkum sem unnin voru í blandaðri tækni með vatnslitum, pastelkrít og blek. Sýningin og kertið sem var partur af bleikum október var unnið fyrir Göngum Saman. Pastelpaper er þó líklega þekktast fyrir fallegu fuglana sem seldir eru víða og þar á meðal hér í Epal.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er best að mynda sér skoðun á því hvað manni langar skapa, það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallegt hátíðarborð. Það er oft þægilegt að vinna með einhvern ákveðin stíl og þema, finna til hvað maður á heima og svo bæta kannski við fallegum hlutum sem fullkomnar lookið. Mér finnst oft gaman að finna til hluti sem eiga í raun kannski ekki “heima” á borði en gera eitthvað skemmtilegt og skapa stemningu. Á þessu borði er til dæmis lunda goggarnir frá okkur sem eru gerðir til að hengja á vegg en eru með í að gera ævintýralega stemningu.

Hvaða hlutir eru á borðinu?

Marmara plattar frá Menu, Kähler diskar, HAY hnífapör, messing diskar frá HAY sem eru í raun undirskálar, Holmegaard rauðvínsglös, bleik Iittala vatnsglös, jólaskraut frá meðal annars Ferm Living og Lyngby og svo Johan Bülow lakkrís og The Mallows sykurpúðar til að gera jólaborðið extra girnilegt.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu?

Langar helst eiga þetta allt og mun örugglega bara nota mynd af borðinu í stað óskalista þessi jólin en ef ég yrði að velja væru það messing stjakarnir frá Menu þar sem þeir eru búnir að vera á óskalistanum lengi og bleika skálin frá Lyngby.

Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir?

Ég reyni að vera með ákveðin stíl eða þema þegar ég skreyti, hvort sem ég sé að fara skreyta köku, borð, veislu eða heimili, þannig skapast heild og auðveldar líka valið af hlutum. Þema getur til dæmis verið út frá mynd, uppáhalds sögu, lagi eða lit.

Hvernig er stíllinn á borðinu?

Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.

“Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.”

 

Við þökkum Lindu Pastelpaper kærlega fyrir þetta hátíðlega skreytta jólaborð. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifuna og fáið hugmyndir að jólagjöfum og jólaskreytingum.