Aðventan í Epal Skeifunni – föstudaginn 29. nóvember

Aðventan í Epal Skeifunni.

Föstudaginn 29. nóvember verður hjá okkur góður gestur í VIPP eldhúsinu.
Oddrún Helga Símonardóttir öðru nafni Heilsumamman mun halda kynningu og kennslu á lakkrís heilsunammi með vörum frá LAKRIDS BY BÜLOW.
Ljúffengt smakk og uppskriftir fyrir gesti og gangandi.

Hönnuðirnir Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir hjá Reykjavík Trading Co. hafa dekkað hátíðlegt jólaborð sem fær að standa í heila viku og gefur góðar hugmyndir og innblástur fyrir jólin.

Verið velkomin í Epal Skeifuna í notalega aðventustemmingu.

Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kaffibarþjónn & jólaborðið // 14. – 16. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. Opið alla daga fram að jólum.

Laugardaginn 15. desember verður engin önnur en Linda Ben stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu og mun hún töfra fram eitthvað gómsætt eins og henni er einni lagið og býður gestum og gangandi að smakka. Linda Ben er menntaður lífefnafræðingur en hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir einstaka hæfileika þegar kemur að matargerð og bakstri þar sem hún deilir reglulega uppskriftum og fallegum innblæstri með fylgjendum sínum. Linda er einnig mikill fagurkeri og hefur áhuga á heimilum og hönnun og er því vel við hæfi að bjóða hana velkomna í fallega VIPP eldhúsið okkar í Epal Skeifunni. 

Linda Ben verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 13-15, laugardaginn 15. desember. 

Hægt er að fylgjast með Lindu Ben á samfélagsmiðlinum Instagram @lindaben ásamt á bloggsíðu hennar Lindaben.is

Það er að sjálfsögðu opið alla helgina, laugardag og sunnudag til 18:00. Jólaborðið sem Fólk Reykjavík dekkaði verður á sínum stað og veitir góðar hugmyndir, ásamt því að okkar margrómaði kaffibarþjónn verður á staðnum. Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu.