Aðventan í Epal Skeifunni – föstudaginn 29. nóvember

Aðventan í Epal Skeifunni.

Föstudaginn 29. nóvember verður hjá okkur góður gestur í VIPP eldhúsinu.
Oddrún Helga Símonardóttir öðru nafni Heilsumamman mun halda kynningu og kennslu á lakkrís heilsunammi með vörum frá LAKRIDS BY BÜLOW.
Ljúffengt smakk og uppskriftir fyrir gesti og gangandi.

Hönnuðirnir Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir hjá Reykjavík Trading Co. hafa dekkað hátíðlegt jólaborð sem fær að standa í heila viku og gefur góðar hugmyndir og innblástur fyrir jólin.

Verið velkomin í Epal Skeifuna í notalega aðventustemmingu.