Epal Gallerí – Vantar þig sýningarrými?

Lumar þú á góðri hugmynd sem þú vilt að fleiri fái að njóta?
Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Hér getur þú sýnt þín verk, skapað hönnun eða list, haft Pop-up viðburði og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Epal Gallerí er staðsett á frábærum stað við Laugaveg 7, á neðri hæð verslunarinnar.
Hægt er að sækja um á vefsíðu Epal.is þær dagsetningar sem henta best, og þú munt heyra frá okkur.
Láttu orðið berast,