Nýtt í sælkeradeildinni! Gridelli er girnilegt ítalskt sælkeramerki

Saga þekkta ítalska sælkeramerkisins Gridelli hófst í litla þorpinu San Mauro Pascoli á Ítalíu fyrir um þrjátíu árum síðan.
Gridelli fangar kjarna ósvikinnar ítalskrar matargerðar með áherslu á gæða handvalið hráefni og ekta bragð þar sem hver vara er unnin af ást. Gridelli er frábært sælkeramerki með úrvals lífrænar vörur sem bæði er hægt að nota í matseld og bakstur.
Kannaðu heim Gridelli og dekraðu við þig með sinfóníu bragðtegunda sem mun flytja þig til hjarta Ítalíu.
Buon appetito! Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is

Heimsókn frá Fredericia dagana 16. – 18. nóvember

Dagana 16. – 18. nóvember bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Fredericia.

Ein þekktasta hönnun Børge Mogensen er spænski stóllinn sem hann hannaði fyrir Fredericia árið 1958. Á ferðalagi um Spán kom Børge Mogensen auga á klassískan spænskan stól. Einkennandi voru breiðir armar. Þau einkenni yfirfærði hann síðan á eigin hönnun og þaðan dregur stóllinn nafn sitt. Lág sethæð og breiðir armar eru hugsaðir til þess að ná fram sem bestri hvíld, helst með drykk við hönd.

”My goal is to create items that serve people and give them the leading role. Instead of forcing them to adapt to the items”. – Børge Mogensen.

Einn þekktasti borðstofustóllinn frá Fredericia er J39, eða ,,Folkestolen” sem var fyrst kynntur til sögunnar árið 1947. ,,Einfaldleiki, notagildi og gæði” voru einkunnarorð Børge Mogensen við hönnun J39.

Einn glæsilegasti hægindarstóll frá Fredericia er OX Chair / Uxinn sem hannaður var af Hans J. Wegner árið 1960. Wegner sótti innblástur í abstrakt verk Picasso við hönnun stólsins. Wegner hannaði yfir 500 stóla á starfsævi sinni og var Uxinn einn af hans uppáhaldsstólum.  ”A chair should have no back side. It should be beautiful from all sides and angles”. – Hans J. Wegner.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér heim Fredericia.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

 

Þetta og svo miklu meira í Jólagjafahandbók Epal.

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir upp borgina í þriðja sinn

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir nú upp borgina í þriðja sinn, með íslenskri hönnunarvöru á ljósaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið í heila viku.

„Markmiðið með átakinu er að vekja meðvitund og auka virðingu fyrir íslenskri hönnun,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, en hann stendur að baki átakinu sem hefur vakið mikla athygli og vann til gullverðlauna í FÍT keppninni.

„Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Við fengum verðlaunateymið hjá Brandenburg aftur til liðs við okkur og rétt eins og áður munu auglýsingarnar birtast á mínútu fresti í heila viku, á alls þrjátíu stórum skjám og 300 skjám í strætisvagnaskýlum.“

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs var Eyjólfi innan handar að útbúa lista yfir vörur sem endurspegla þá miklu breidd sem einkennir íslenska hönnun.

„Við viljum vekja athygli á fjölbreytileika hönnunar og í ár voru 60 hönnunarvörur frá jafnmörgum hönnuðum / hönnunarteymum valdar til að til að prýða borgarumhverfið. Hönnunarvara er ekki bara fallegt húsgagn eða skrautmunur, hönnunarvörur eru allt í kringum okkur, frá tölvuleikjum til stoðtækja og keramík til klæða,“ segir Eyjólfur en forsendur fyrir þátttöku eru að varan sé nú þegar í framleiðslu og sölu.

Eyjólfur bendir á að sýnileiki skipti máli og ekki bara á ljósaskiltum og að frumkvæði og kaup opinberra aðila á hönnuðum vörum geti skipt miklu máli fyrir greinina, eins og sjá megi í Finnlandi og Danmörku þar sem skýr hönnunar – og innkaupastefna hefur leitt leiðina.

„Danir leggja sem dæmi ávallt áherslu á að þeirra eigin framleiðsla og hönnun sé í fyrirrúmi í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera dönsk yfirvöld á hreinum viðskiptalegum forsendum en hönnun er einn helsti drifkrafturinn að baki aukinni verðmætasköpun, meiri lífsgæðum, sjálfbærni og betra þjóðfélagi. Opinberar byggingar eru stolt þjóðar og eiga að endurspegla þann faglega metnað sem við búum yfir, bæði hvað varðar listmuni og arkitektúr en ekki síður hönnunarvörur,“ segir Eyjólfur og segir Ísland geta lært mikið af nágrannaþjóðum hvað það varðar.

 

Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023

Í dag var tilkynnt að íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hafi hlotið verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023.

Verðlaunin eru veitt árlega af Cooper Hewitt hönnunarsafninu, hönnunarhluta Smithsonian stofnunarinnar, og voru stofnuð í samstarfi við Hvíta húsið. Í kjölfar tilkynningar á vinningshöfum hefst þétt kynningardagskrá tengd vinningshöfum sem ætlað er að auka vitund almennings í Bandaríkjunum um áhrif hönnunar í daglegu lífi. Sú dagskrá nær hámarki í Hönnunarviku (e. National Design Week) í október en þá fer formleg afhending verðlaunanna fram við mikla athöfn.

Íslensk hönnun í New York

Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði: „Við erum í skýjunum með þessar fréttir. Þetta er auðvitað einstakur heiður en hönnunarverðlaunin eru þau virtustu og þekktustu hér í Bandaríkjunum, og þó víðar væri leitað. Þá er sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu frá öðrum fagaðilum,“ segir Hlynur sem flutti upphaflega til Bandaríkjana til að stunda nám við Parsons School of Design í New York.

Óhætt er að segja að Atlason Studio hafi vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 2004 en stofan hefur átt í samstarfi við mörg af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum heims, t.d. Design Within Reach, Museum of Modern Art, Heller, L.Ercolani, Johnson & Johnson, L‘Oreal, Microsoft, IKEA, X-box og Stella Artois.

Atlason loks til Íslands

Hingað til hafa vörur Atlason Studio ekki fengist á Íslandi en það stendur nú til bóta þegar húsgögn hans verða hluti af vöruúrvali í Epal: „Ég hef þekkt Hlyn lengi og fylgst náið með hans magnaða ferli frá því hann tók sín fyrstu skref á hönnunarbrautinni í Parsons þar til í dag, þegar það má segja að hann hafi sigrað hönnunarheiminn í Bandaríkjunum! Við höfum haft þann heiður að sýna vörur hans í Epal á HönnunarMars og nú er það okkur sönn ánægja að ganga skrefinu lengra og bjóða vörur eftir hann til sölu hér í Epal í haust,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.

Sóley Organics kynning og kaupauki föstudaginn 18. ágúst

Íslenska húðvörumerkið Sóley Organics verður með kynningu hjá okkur í Epal Skeifunni á föstudaginn nk. á milli klukkan 14 – 18. Í tilefni þess fylgir kaupauki með hverri sölu!
Sóley Organics eru íslenskar hágæða húðvörur úr hreinum og náttúrulegum innihaldsefnum. Húðvörurnar frá Sóley Organics eru framleiddar á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarna olíum.
Verið hjartanlega velkomin,

Menningarnótt í Epal á Laugavegi – sjáðu dagskrána

Á Menningarnótt verður skemmtileg dagskrá í Epal á Laugavegi og því tilvalið tækifæri að heimsækja glæsilega verslun okkar í hjarta miðborgarinnar. Vinsæli pappamyndakassi teiknarans Lindu Ólafsdóttur verður á staðnum ásamt því opnar ljósmyndasýningin UNDUR þar sem sýndar verða glæsilegar landslagsmyndir Brynjars Ágústssonar ljósmyndara.. Snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá 15-17 og falleg íslensk hönnun á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7. Sjáumst!

Á Menningarnótt verður starfræktur einstakur passamyndakassi, þar sem gestir geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. Linda Ólafsdóttir, teiknari, situr í kassanum í anddyri verslunarinnar og hraðteiknar portrett sem svo renna sjóðheit út um litla lúgu líkt og í hefðbundum passamyndakassa. Passamyndakassinn er ekki bara maskína sem framleiðir ódauðleg listaverk, heldur líka spjallkassi þar sem tækifæri gefst til að ræða við teiknarann um veðrið og tilfinningar svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju seldu portretti renna 1000kr. til Bergsins – Headspace.  Kassinn verður opinn frá klukkan 14 til 18.

Opnun ljósmyndasýningarinnar U N D U R verður í Epal Gallerí, Laugavegi á Menningarnótt. Formleg opnun hefst kl 14:00 og verða léttar veitingar í boði. www.brynjarart.com
U N D U R er nálgun Brynjars á landslagsljósmyndun, þar sem stærð, staðsetning og skalar eru margræð og leyndardómsfull. Brynjar hefur fengist við ljósmyndun um áratugi og er U N D U R hans fyrsta einkasýning.
Í verkunum leitast Brynjar við að afhjúpa hið óhefðbundna og dulda sjónarhorn landslagsins, sem skorar á skynjun og skilning áhorfandans. Brynjar leitast við að fanga undrið handan túlkunar og þess auðskiljanlega. U N D U R er áskorun á áhorfandann til að sleppa tilhneigingunni til að skilja eða útskýra myndefnið, og leyfa núvitundinni og hinu undræna að taka við.
Sýningin stendur frá 19. ágúst – 19. september 2023.
+

Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Ásamt því verður snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá klukkan 15-17 og fylgir kaupauki með hverri keyptri vöru.
Iceland Skincare er íslensk vegan húðvörulína í umhverfisvænum pakkningum. Meðal tegunda í línunni má nefna skemmtileg andlitsserum eins og augnserum, liftandi serum, rakaserum ásamt náttúrulegum svitalyktareyðum án hormónatruflandi efna.
Sjáumst á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7!