Menningarnótt í Epal á Laugavegi – sjáðu dagskrána

Á Menningarnótt verður skemmtileg dagskrá í Epal á Laugavegi og því tilvalið tækifæri að heimsækja glæsilega verslun okkar í hjarta miðborgarinnar. Vinsæli pappamyndakassi teiknarans Lindu Ólafsdóttur verður á staðnum ásamt því opnar ljósmyndasýningin UNDUR þar sem sýndar verða glæsilegar landslagsmyndir Brynjars Ágústssonar ljósmyndara.. Snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá 15-17 og falleg íslensk hönnun á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7. Sjáumst!

Á Menningarnótt verður starfræktur einstakur passamyndakassi, þar sem gestir geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. Linda Ólafsdóttir, teiknari, situr í kassanum í anddyri verslunarinnar og hraðteiknar portrett sem svo renna sjóðheit út um litla lúgu líkt og í hefðbundum passamyndakassa. Passamyndakassinn er ekki bara maskína sem framleiðir ódauðleg listaverk, heldur líka spjallkassi þar sem tækifæri gefst til að ræða við teiknarann um veðrið og tilfinningar svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju seldu portretti renna 1000kr. til Bergsins – Headspace.  Kassinn verður opinn frá klukkan 14 til 18.

Opnun ljósmyndasýningarinnar U N D U R verður í Epal Gallerí, Laugavegi á Menningarnótt. Formleg opnun hefst kl 14:00 og verða léttar veitingar í boði. www.brynjarart.com
U N D U R er nálgun Brynjars á landslagsljósmyndun, þar sem stærð, staðsetning og skalar eru margræð og leyndardómsfull. Brynjar hefur fengist við ljósmyndun um áratugi og er U N D U R hans fyrsta einkasýning.
Í verkunum leitast Brynjar við að afhjúpa hið óhefðbundna og dulda sjónarhorn landslagsins, sem skorar á skynjun og skilning áhorfandans. Brynjar leitast við að fanga undrið handan túlkunar og þess auðskiljanlega. U N D U R er áskorun á áhorfandann til að sleppa tilhneigingunni til að skilja eða útskýra myndefnið, og leyfa núvitundinni og hinu undræna að taka við.
Sýningin stendur frá 19. ágúst – 19. september 2023.
+

Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Ásamt því verður snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá klukkan 15-17 og fylgir kaupauki með hverri keyptri vöru.
Iceland Skincare er íslensk vegan húðvörulína í umhverfisvænum pakkningum. Meðal tegunda í línunni má nefna skemmtileg andlitsserum eins og augnserum, liftandi serum, rakaserum ásamt náttúrulegum svitalyktareyðum án hormónatruflandi efna.
Sjáumst á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7!