Nýtt frá Design House Stockholm – Birds 1967

Fuglanir hennar Lisu Larson (1931-2024), sem var einn þekktasti og ástsælasti hönnuður Svíþjóðar, höfðu hreiðrað um sig í sumarhúsi hennar frá árinu 1967 sökum þess hve erfitt reyndist að framleiða þá. Næstum því gleymdir ásamt svo mörgum öðrum gimsteinum eftir þessa virtu listakonu sem skapaði list í yfir sjö áratugi.

Nú hafa fuglarnir verið endurvaktir og fá að leika frjálsir eftir að Design House Stockholm hóf framleiðslu á þessum líflegu fuglum sem innblásnir eru af blómlegu tímabilinu í kringum lok sjöunda áratugarins. Birds 1967, fuglarnir eftir Lisu Larsson eru mættir í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

GRÓÐURHÚS FRÁ DESIGN HOUSE STOCKHOLM

Við fengum nýlega til okkar glæsileg gróðurhús frá Design House Stockholm, hannað af Atelier 2+. Gróðurhúsið er nógu lítið til að geta verið innandyra en á sama tíma nógu stórt til að rækta í lítinn garð. Gróðurhúsið nýtur sín vel á heimilium jafnt sem á opinberum svæðum, svosem á veitingarstöðum og á hótelum. Líklega draumaeign fyrir þá sem eru með græna fingur og áhuga á plöntum.

Sjá meira um þessi glæsilegu gróðurhús á vefsíðu DHS.

Við eigum einnig til lítil gróðurhús frá Design House Stockholm sem pláss er fyrir á öllum heimilum.