Heimsókn frá Vipp og afsláttur dagana 23. – 25. maí

Dagana 23. – 25. maí fáum við til okkar sérfræðing frá Vipp og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Vipp í Epal Skeifunni.
Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar að danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. Vipp ruslafatan er klassísk hönnun sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan. Vöruúrval Vipp hefur þó stækkað töluvert síðan þá og í dag er þessi danski hönnunarframleiðandi einnig þekktur fyrir glæsileg og vönduð húsgögn, ljós, einstakar eldhúseiningar ásamt þekktu baðherbergislínunni.