Uxinn ásamt skammel á tilboði – Hans J. Wegner

Við kynnum tilboðsverð á Uxanum ásamt skammel frá Erik Jørgensen hannaður af Hans J. Wegner árið 1960.

Wegner var hugfanginn af Picasso og sótti innblástur til hans við hönnun á þessum kraftmikla og skúlptúríska stól. Framleiðsla á stólnum hætti aðeins tveimur árum síðar, árið 1962 því hann þótti of framúrstefnulegur fyrir þann tíma. Uxinn fór svo aftur í framleiðslu árið 1985 með nýrri tækni en þó haldið í upprunalegt útlit og glæsileika. Uxinn hefur unnið til margra verðlauna og verið sýndur um allan heim. “Uxinn er kjarni karlmennskunnar” segir í lýsingu á stólnum hjá framleiðandanum Erik Jørgensen. Wegner tókst að hanna stól sem er fullkominn hægindarstóll og þykir í dag ómissandi af klassískum húsgögnum. Veldu leður fyrir sígilt útlit eða textíl fyrir meiri hlýju.

Ódauðleg hönnun sem hentar hverju tímabili –

Vefarinn frá Carl Hansen kemur í Epal & 15% afsláttur

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir „Muhamad the Weaver“ sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Muhamad þykir vera framúrskarandi vefari og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá föstudegi til laugardags 20. – 21. september og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga. Hægt verður að kaupa þá stóla sem ofnir verða á staðnum og fá þá áritaða.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Muhamad velkominn í Epal frá 20. – 21. september. Muhamad starfar hjá Carl Hansen og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Muhamad kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Muhamad verða hjá okkur staddir sérfræðingar frá Auping og Carl Hansen og verður veittur 15% afsláttur af þeirra vörum í tilefni þess.

Happdrætti á meðan heimsókninni stendur og geta heppnir þátttakendur unnið Y stól ásamt dúnmjúkum koddum frá Auping.

Hér að neðan má sjá áhugavert video þar sem sýnt er frá aðferðinni að vefa Y stól.