Cubus kertastjakinn

Danski arkitektinn Mogens Lassen hannaði Cubus kertastjakann fyrir meira en 50 árum síðan.
Það mætti segja að hann hafi verið á undan sinni samtíð þegar að hann hannaði Cubus sem var ekki með nokkuð punt né prjál. Aðeins hrein og bein form.
Vegna þess hve einfaldur Cubus er þá passar hann inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.