Spennandi nýjungar frá String

Fyrir 70 árum síðan voru klassísku String hillurnar kynntar til sögunnar, hannaðar af sænska arkitektnum Nils Strinning og í tilefni þess kynnir String nokkrar spennandi nýjungar.

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Í tilefni af 70 ára afmælisárinu eru String hillurnar kynntar í nýjum litum, beige & blush. Nýju útgáfurnar eru væntanlegar í Epal en ásamt nýju litunum eru einnig væntanlegar String hillur sem henta utandyra.