Ekki missa af sýningunni Tinni á Íslandi í Epal Gallerí

Verið velkomin á sýninguna Tinni á Íslandi í Epal Gallerí sem stendur yfir fram til miðjan ágúst. 

Sýningin samanstendur af verkum eftir Óskar Guðmundsson þar sem hann hefur komið með Tinna og félaga heim til Íslands. Óskar var frá barnsaldri mikill Tinnaaðdándi og bækurnar lesnar þar til kjölur þeirra gaf sig. Óskar átti sér þann draum heitastan að Hergé myndi senda frá sér bók sem gerðist alfarið á Íslandi. Það rættist að hluta til þegar Tinni og Kolbeinn stöldruðu stutt við á Akureyri í Dularfullu Stjörnunni. Það nægði Óskari ekki sem hefur nú málað og teiknað Tinna og félaga á fjölbreyttum stöðum í íslenskri náttúru. Óskar hefur málað frá barnsaldri og haldið nokkrar myndlistarsýningar. Hann starfar einnig sem rithöfundur og hefur sent frá sér fjórar spennusögur.

Á sýningunni verða árituð og númeruð grafísk verk ásamt plakötum til sölu. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Epal Gallerí er staðsett við Laugaveg 7, 101 Reykjavík.