Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ komin í Epal

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ er komin til okkar í Epal. „Garðveisla“ er full af óvæntum kynnum og töfrum vináttunnar.

Á myndskreytingum nýju línunnar hefur Múmíndal verið breytt í frumskóg. Mía litla finnur framandi fræ sem Múmínálfarnir dreifa hér og þar svo Múmíndalur breytist í frumskóg allskyns ávaxtatrjáa á einni nóttu. Pjakkur er í spennuleit og sleppir svöngum tígrum og öðrum villtum dýrum úr dýragarði í nágrenninu, en honum að óvörum, vingast þau við Múmínálfana.

Líflega myndskreytt sumarlínan er fullkomin fyrir öll tilefni hvort sem það er í sumarfögnuði og lautarferðir, hversdagsleg kaffiboð með vinum og fjölskyldu. Línan inniheldur krús (0,3l) og disk (19cm), seld í sitthvoru lagi.

Skoða Moomin í vefverslun Epal.is