UPPRUNALEGI LYNGBY VASINN AFTUR FÁANLEGUR

Við erum komin með í sölu hina einu og sönnu Lyngby vasa sem upphaflega voru framleiddir á árunum 1936-1969 af postulínverksmiðjunni Denmark. Vasinn er klassísk hönnun sem hafið var endurframleiðslu á árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í 43 ár. 
Við erum mjög spennt fyrir því að bæta upprunalega Lyngby vasanum við vöruúrvalið okkar og er hann framleiddur í tveimur litum, dökkgráum og hvítum. Ásamt vasanum eru einnig til falleg ílát með loki sem henta vel á kaffiborðið eða jafnvel undir skartgripi.

bbd878624b01ccc393f65b65d7e1a6c1e98df72767a277a562ca997f47c20dceBonBonniere_Lyngby_Porcelæn_krukke_opbevaring_lå Bonbonniere_NEW-1

Lyngby_vasen_3_stk lyngby-vase-hilfling Vase_bottom

83bc4482593dfa0054ada618927defdf

Einstaklega fallegur vasi sem fæst núna hjá okkur í Epal.

ÁRLEGUR LITUR VIPP : YELLOW FELLOW

Danski ruslafötuframleiðandinn VIPP hefur tilkynnt hver litur ársins 2014 er, liturinn kallast Yellow Fellow og er bjartur ljósgulur litur. Undanfarin ár hefur VIPP línan komið í nýjum og fallegum litum hvert ár og má þar t.d. nefna Ray of Grey árið 2013, Kaupmannarhafnar grænan árið 2012 og svo Reykjavík Blue árið 2007. Einnig hafa nokkrum sinnum verið gefnar út sérstakar línur í takmörkuðu upplagi þá í samstarfi við t.d. Louvre safnið, Collette í París og listamanninn Damien Hirst.

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 og fagnar því í ár 75 ára afmæli ruslafötunnar. Þrátt fyrir aldurinn er ekkert farið að sjá á VIPP ruslafötunni sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allann, á hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og á heimilum.

“Þegar pabbi hannaði ruslafötuna fyrir hárgreiðslustofu móður minnar árið 1939, var hún upphaflega bara handa henni. Það að við séum að dreifa ruslafötunni sem hann skapaði um heim allan og að hún sé jafnvel til sýnis á hönnunarsafninu MoMa í New York, það hefði gert hann gífurlega stoltann.” -Jette Egelund, dóttir stofnandans Holger Nielsen.

Hér að ofan má sjá áhugavert video um gerð VIPP.

Apinn sem varð að hönnunartákni.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.


Ekta dönsk hönnun sem heillar marga.