Knabstrup Keramik – klassísk dönsk hönnun

Knabstrup Keramik hefur frá árinu 1897 hannað og framleitt einstakt handverk og hágæðavörur fyrir heimilið. Blómavasar, krukkur, diskar og fleira í tímalausum litum og stíl sem gengur kynslóða á milli.

Knabstrup Keramik býr yfir ríkri hönnunarsögu og eflaust geta einhverjir fundið á heimilum sínum gamla muni úr smiðju Knabstrup. Árið 1907 komu fyrstu blómapottarnir í sölu hjá Knabstrup og stuttu síðar var Knabstrup orðinn stærsti framleiðandi í blómapottum í Skandinavíu. Árið 1914 má í fyrsta sinn sjá frægu sultukrukkunum frá Knabstrup bregða fyrir sem áttu eftir að seljast gífurlega vel, og höfðu þær sögulega séð mikil áhrif á fyrirtækið. Í kringum árið 1930 framleiddi Knabstrup um 18.000 blómapotta á dag og á sama tíma framleiddu þeir um helming landframleiðslu Danmörku í sultukrukkum.

Með tímanum bættist við vöruúrvalið fallegir skrautmunir fyrir heimilið og enn í dag má finna blómapotta og krukkur í vöruúrvali Knabstrup.

 

Knabstrup Keramik vörumerkið fæst nú í Epal.