Nýtt í Epal : Raawii litrík og falleg dönsk hönnun

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýtt uppáhalds merki hjá okkur í Epal, Raawii.

Raawii er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 20017 sem gleður augað og lífgar upp á heimilið með litríkum keramík skálum, vösum og könnum. Falleg hönnun Raawii er tímalaus og nútímaleg, framleidd í Portúgal við bestu aðstæður með virðingu fyrir fólki og samfélaginu að leiðarljósi.

Komdu við og heillastu með okkur af Raawii vörumerkinu. Klassík framtíðarinnar.

 

HönnunarMars : Heimsfrumsýning á lunda frá Normann Copenhagen

Skemmtilegt viðtal birtist við Eyjólf Pálsson stofnanda Epal á Vísir.is í tengslum við HönnunarMars. Viðtalið tók Þórarinn Þórarinsson og er endurbirt hér að neðan. 

“Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Cop­enhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni.

Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði.

Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.

Mynd af Eyjólfi:  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Mynd af lunda: Gunnar Sverrisson

Ráðist í brúarbyggingu

Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur.

„Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“

Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða.

„Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi.

„Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“

Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.

„Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“

Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims.

„Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“

Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

 

Tivoli frá Normann Copenhagen

Tivoli er ný og glæsileg vörulína úr smiðju Normann Copenhagen, einu ástsælasta hönnunarmerki dana sem innblásin er af Tivoli garðinum í Kaupmannahöfn. Tivoli línan inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tivoli. 

Normann Copenhagen og Tivoli sameinast í nýju og spennandi samstarfsverkefni og kynna um þessar mundir um heim allan Tivoli vörulínu.

Væntingarnar eru miklar og gert er ráð fyrir gríðarlegri sölu á fyrsti árunum ef horft er til útflutningsmarkaðs þar sem dönsk hönnun hefur verið gífurlega eftirsótt.

Sem eitt fremsta hönnunarmerki dana hefur Normann Copenhagen markaðsett danska hönnun á alþjóðlegum vettvangi undanfarin 18 ár og hefur yfir 80% af tekjum sínum af útflutningi til yfir 87 landa. Þessi sterka staða Normann Copenhagen er nýtt til að markaðssetja þennan danska menningararf, Tivoli á alþjóðlegum vettvangi. Tivoli fagnar einnig 175 ára afmæli sínu árið 2018.

Normann Copenhagen er sístækkandi vörumerki og er sífellt í leit að nýjum tækifærum. Í samstarfi við Tivoli var þróað nýtt vörumerki frá grunni, nýjar vörur, nýtt útlit, framleiðsla, markaðssetning og alþjóðleg dreifing.

Saga Tivoli, stemmingin, litirnir, mynstrin, einstakur garðurinn, hönnunin og menningin voru innblástur vörulínunnar. Tivoli lína inniheldur fjölmargar vörur svosem, lýsingu, textílvörur, borðbúnað, skrautmunir fyrir heimilið, ilmvörur og gjafavöru.

Vörurnar verða seldar í gegnum Normann Copenhagen og þeirra söluaðila í yfir 3500 hönnunar verslunum, safnbúðum, húsgagnaverslunum og vefverslunum.

“Metnaðarfullt samstarf eins og þetta við alþjóðlegt hönnunarmerki gerir Tivoli kleift að vera til fyrir utan hefðbundin opnunartíma garðsins á öllum árstíðum. Tivoli verður til um allan heim, allt árið um kring mætti segja. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur, og ég er með miklar væntingar.” segir Lars Liebst, framkvæmdarstjóri Tivoli.

Upphaflega nálgaðist Tivoli, Normann Copenhagen til að fá þá til að hanna nokkrar vörur fyrir safnverslun Tivoli. Normann Copenhagen sá fljótt tækifæri til að stækka samstarfið úr nokkrum vörum yfir í heila vörulínu.

Tivoli vörurnar fást í Epal Skeifunni – sjón er sögu ríkari.