Tivoli frá Normann Copenhagen

Tivoli er ný og glæsileg vörulína úr smiðju Normann Copenhagen, einu ástsælasta hönnunarmerki dana sem innblásin er af Tivoli garðinum í Kaupmannahöfn. Tivoli línan inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tivoli. 

Normann Copenhagen og Tivoli sameinast í nýju og spennandi samstarfsverkefni og kynna um þessar mundir um heim allan Tivoli vörulínu.

Væntingarnar eru miklar og gert er ráð fyrir gríðarlegri sölu á fyrsti árunum ef horft er til útflutningsmarkaðs þar sem dönsk hönnun hefur verið gífurlega eftirsótt.

Sem eitt fremsta hönnunarmerki dana hefur Normann Copenhagen markaðsett danska hönnun á alþjóðlegum vettvangi undanfarin 18 ár og hefur yfir 80% af tekjum sínum af útflutningi til yfir 87 landa. Þessi sterka staða Normann Copenhagen er nýtt til að markaðssetja þennan danska menningararf, Tivoli á alþjóðlegum vettvangi. Tivoli fagnar einnig 175 ára afmæli sínu árið 2018.

Normann Copenhagen er sístækkandi vörumerki og er sífellt í leit að nýjum tækifærum. Í samstarfi við Tivoli var þróað nýtt vörumerki frá grunni, nýjar vörur, nýtt útlit, framleiðsla, markaðssetning og alþjóðleg dreifing.

Saga Tivoli, stemmingin, litirnir, mynstrin, einstakur garðurinn, hönnunin og menningin voru innblástur vörulínunnar. Tivoli lína inniheldur fjölmargar vörur svosem, lýsingu, textílvörur, borðbúnað, skrautmunir fyrir heimilið, ilmvörur og gjafavöru.

Vörurnar verða seldar í gegnum Normann Copenhagen og þeirra söluaðila í yfir 3500 hönnunar verslunum, safnbúðum, húsgagnaverslunum og vefverslunum.

“Metnaðarfullt samstarf eins og þetta við alþjóðlegt hönnunarmerki gerir Tivoli kleift að vera til fyrir utan hefðbundin opnunartíma garðsins á öllum árstíðum. Tivoli verður til um allan heim, allt árið um kring mætti segja. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur, og ég er með miklar væntingar.” segir Lars Liebst, framkvæmdarstjóri Tivoli.

Upphaflega nálgaðist Tivoli, Normann Copenhagen til að fá þá til að hanna nokkrar vörur fyrir safnverslun Tivoli. Normann Copenhagen sá fljótt tækifæri til að stækka samstarfið úr nokkrum vörum yfir í heila vörulínu.

Tivoli vörurnar fást í Epal Skeifunni – sjón er sögu ríkari.