MÆÐRABLÓMIÐ 2016

Mæðrablómið 2016 er fallegur fjölnota poki, hannaður og framleiddur af Tulipop sem gaf vinnu sína við gerð hans. Þegar þú kaupir Mæðrablómið styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Árlega hefur blóm í einhverri mynd verið selt í tengslum við mæðradaginn, sem í ár er 8. maí, og allur ágóði af sölunni rennur í Menntunarsjóðinn. Pokinn kostar 2.500 kr. og sölutímabilið er 4. – 19. maí.

“Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að stunda nám. ”

Epal er einn af söluaðilum Mæðrablómsins 2016.
Taska og sjór Taska á hvítum bakgrunni Taska á kaffi húsi

MÆÐRABLÓMIÐ : TULIPOP

Mæðrablómið er falleg lyklakippa sem Tulipop sá um að hanna og framleiða til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Á mæðradaginn, ár hvert, hefur ,,Mæðrablómið” verið selt sem fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóðinn, en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 2012 styrkt um 52 efnalitlar konur til náms. Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmiss hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Sala á Mæðrablómslyklakippunni hefst nú á laugardag þar sem mæðradagurinn er á sunnudag, 10. maí, og mun halda áfram á meðan birgðir endast enda varan falleg gjöf sem hentar við margvísleg tækifæri.
KrSIjglL35s5QQ89DdIQY8xh6wCUuIVE1haQGkGSRx0

Tjb-K0e-XFTcrdXA1v6PmDyuELfX3LLR9yOr349ImyA
VlVTsqFTD5oIEXxscCZH4GZ1bqNJJSkmJMhPI-2l14g

 

Sala á Mæðrablóminu hefst laugardaginn 9.maí og mun það kosta 2.500 kr.