NÝTT FRÁ BY LASSEN: TWIN BORÐ

Við vorum að fá glæsileg borð frá By lassen sem framleiðir hönnun eftir bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen, tvo þekktustu arkitekta dana. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.

Twin borðin eru innblásin af hönnun Mogens Lassens sem hreifst alla tíð af hreinum og beinum formum. Borðplötunni á Twin borðunum er hægt að snúa á tvo vegu en á hvorri hlið er ólík áferð eða litur. Borðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass). Því er hægt að gjörbreyta útliti borðsins með því að einfaldlega snúa við borðplötunni sem gerð er úr 6 mm þykku stáli.

bylassen_031214_0111 bylassen_031214_0123

Hægt er að nota Twin borðin sem hliðarborð, náttborð eða sem sófaborð með því að raða nokkrum saman.

twin_combiBorðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass).

twin_black_copper_combi

 

Auðvelt er að snúa borðplötunni við.

bylassen_0102-p by-lassen-kubus-8-weiss-kupfer-02_3
twintable-start_0

 

Twin borðin er glæsileg hönnun frá einu fremsta hönnunarfyrirtæki dana. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og skoðaðu úrvalið.