Umhverfisvænn verðlaunastóll frá Mater unninn úr endurnýttum fiskinetum

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.

“Plánetan okkar er í krísu, og það hefur aldrei verið jafn augljóst að við verðum að grípa til aðgerða til að bæta umhverfið. Við hjá Mater viljum leggja okkar að mörkum að hafa áhrif og eru skuldbindingar okkar í framleiðsluferlinu nú í takt við alþjóðleg markmið Sameinuðu þjóðanna. Eitt af lykilmarkmiðum þeirra er að vernda “Líf undir vatni”, og til að skilja hvernig við gætum stuðlað að því markmiði gengum við til liðs við eina fyrirtækið í heiminum sem endurvinnur fiskinet, sem á ótrúlega hentugan hátt er svo staðsett við vesturströnd Danmerkur. Nýstárlegt viðskiptamódel sem hvetur sjómenn um allan heim að senda notuð fiskinet til verksmiðjunnar, borga þeim sanngjarnt gjald fyrir þetta notaða hráefni, í stað þess að henda notuðum fiskinetum í hafið.”

’Ímyndum okkar að Haf línan slái í gegn – og einn daginn klárast öll úrgangsfiskinetin til að nota! Það væri eitthvað’. – Henrik Marstrand, stofnandi Mater.

Ocean línan frá Mater er fáanleg í Epal.

 

 

Auping : Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

“Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle (C2C).

Í grófum dráttum gengur Cradle to Cradle út á að ekkert fari til spillis, ekkert sé mengað og allur úrgangur sem kann að falla til sé nýttur til hins ýtrasta. Er því stigið skrefinu lengra en í umhverfisvænni framleiðslu almennt þar sem markmiðið er einfaldlega að lágmarka umhverfisáhrifin.

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

24 BOTTLES – MARGNOTA OG UMHVERFISVÆNAR FLÖSKUR

24 bottles eru umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar. Við eigum til frábært úrval af 24 bottles – kíktu við á úrvalið.

 

 

UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER

Mater er umhverfisvænt og leiðandi hönnunarframleiðandi á heimsvísu, ásamt því að vera um leið siðferðislega og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Það var árið 2007 sem Henrik Marstrand stofnandi Mater kynnti í fyrsta sinn fyrirtæki sitt á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París, hans hugsýn var að framleiða framúrskarandi og tímalausa hönnun sem framleidd væri á umhverfisvænan hátt, með virðingu fyrir fólki og handverki.

story_front
bowl_table_serie

Bowl Table eru einstaklega falleg stofuborð sem framleidd eru úr umhverfisvænum mangóvið og smíðuð á Indlandi.
Bowl_xlarge

Barstóllinn High stool er t.d. framleiddur úr FSC vottuðum við en í FCS vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org
stolar

Mater fæst í Epal // mater.dk

NÝTT: UMHVERFISVÆNAR & MARGNOTA FLÖSKUR

24 bottles eru umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar.

1459938_424984337602882_1245251586_n 10941519_612694768831837_8082178147307375373_n Screen Shot 2015-05-13 at 11.40.04 Screen Shot 2015-05-13 at 11.39.5010256451_478730078894974_6178225692432140344_n

Hægt er að merkja litlu flöskurnar, hér eru flöskur sem geyma kaffi, mjólk, sykur og sýróp.



steel-538x538Screen Shot 2015-05-13 at 11.37.38 1185891_402987209802595_1554802467_n10806363_589007081200606_6162204763386764301_n

24 bottles henta við hvaða tækifæri, kíktu við og sjáðu litaúrvalið. 

Fæst í Epal.

MATT PUGH

Breski hönnuðurinn Matt Pugh hannar og framleiðir húsgögn og smáhluti fyrir heimilið. Með það að leiðarljósi að hlutirnir eigi að endast lengur en heila lífstíð vinnur hann aðeins með náttúruleg og umhverfisvæn efni. Hönnun hans er tímalaus og einföld en þó með skemmtilegum smáatriðum og litum. Uglurnar frá Matt Pugh voru að koma í Epal og eru þær flottar stakar eða margar í hóp. 

Tímalaus, handgerð og falleg hönnun fyrir heimilið.