POUL PAVA FYRIR AIDA

Aida (Ancher Iversen Danmark) er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1953 og sérhæfir það sig í hönnun og framleiðslu á hágæða borðbúnaði. Reglulega starfar Aida með sumum fremstu hönnuðum og listamönnum Danmörku.

Poul Pava er danskur listamaður sem sérhæfir sig í naívum og spontant stíl, en hannaði hann línu af borðbúnaði fyrir Aida sem notið hefur mikillar vinsælda.

Hann lýsir list sinni sem “barnið innra með okkur öllum” og skreytir hann fínt postulínið frá Aida með barnslegum teikningum sínum.


Fallegur borðbúnaðurinn hannaður af Poul Pava fæst í Epal.

 

 

Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.