Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.