Nýtt-Kanilkort

Kanilkort eru falleg tækifæriskort skreytt uppáhalds uppskriftunum og eru því tilvalin fyrir jólin: Súkkulaðibitasmákökur, Sara Bernhards & Laufabrauð. Kortin eru prentuð með letterpress prentaðferð á yndislegan bómullarpappír, en aðferðin sem er yfir fimmhundrum ára gömul var fundin upp af Jóhannesi Gutenberg. Kanilkortin eru prentuð hjá Reykjavík Letterpress, sem sérhæfa sig í þessu gamla handverki.
Þessi fallegu kort fást hjá okkur í Epal.