NÝ HÖNNUN : KÖTTUR ÚTI Í MÝRI

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Nú er komin ný lína frá hönnunarteyminu Hár úr hala, þar sem þau vinna með þulu sem gjarnan er notuð í lok ævintýra og hljóðar á þessa leið:

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

 Í þessari vörulínu eru snagar þar sem kettir úti í mýri setja jafnvel upp á sér sýri og passa upp á tvo hanka hver. Þetta eru fjórar tegundir þar sem kettirnir Skotta, Brandur, Loppa og Lási eru í aðalhlutverki. Síðan er annar snagarekki þar sem kettir úti í mýri ásamt kettlingum passa þrjá hanka. Í framhaldinu koma svo hillur þar sem hilluberarnir munu passa uppá ævintýrin og verða hillurnar vonandi líka vettvangur nýrra ævintýra.

 Snagarnir eru pólýhúðað laserskorið ál með góðum hönkum og til að byrja með verða litlu snagarnir til í svörtu en stærri í svörtu og hvítu.

Þessir flottu snagar fást núna hjá okkur í Epal.