Heimsókn frá Carl Hansen & Søn og vefarinn mikli kemur!

Það eru spennandi heimsóknir framundan hjá okkur í Epal Skeifunni og í næstu viku fáum við til okkar „Benny the Weaver“, vefarann mikla ásamt sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 25. – 26. mars.
Benny hefur unnið hjá Carl Hansen í yfir 20 ár og er mikill meistari í þessari iðngrein og kemur hann til með að vefa nokkra Y-stóla. Sjón er sögu ríkari! Benny verður hjá okkur dagana 25. og 26. mars.

Fylgstu með á næstu dögum þegar við kynnum spennandi tilboð og happdrætti í tilefni heimsóknarinnar.