Heimsókn frá Carl Hansen & Søn og vefarinn mikli kemur!

Það eru spennandi heimsóknir framundan hjá okkur í Epal Skeifunni og í næstu viku fáum við til okkar „Benny the Weaver“, vefarann mikla ásamt sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 25. – 26. mars.
Benny hefur unnið hjá Carl Hansen í yfir 20 ár og er mikill meistari í þessari iðngrein og kemur hann til með að vefa nokkra Y-stóla. Sjón er sögu ríkari! Benny verður hjá okkur dagana 25. og 26. mars.

Fylgstu með á næstu dögum þegar við kynnum spennandi tilboð og happdrætti í tilefni heimsóknarinnar.

 

Glæsilegt stækkanlegt borð frá Carl Hansen & søn

SH900 stækkanlegt borð hannað af hönnunartvíeikinu Strand + Hvass árið 2007 fyrir Carl Hansen & søn.

Stílhreint borð sem býður upp á djarfa blöndu af nýjum efnum og nýrri virkni.

Borðið inniheldur einfalda lausn til stækkunar, með auðvelt aðgengi að falinni samanbrjótanlegri stækkun með nútímalegri svartri áferð.

Falleg hönnun borðsins tryggir hámarks þægindi og sveigjanleika fyrir allskonar rými og mismunandi notkunarmöguleika. Efni: Eik, sápa.

Kynntu þér borðið nánar í verslun okkar í Epal Skeifunni.