Glæsilegt stækkanlegt borð frá Carl Hansen & søn

SH900 stækkanlegt borð hannað af hönnunartvíeikinu Strand + Hvass árið 2007 fyrir Carl Hansen & søn.

Stílhreint borð sem býður upp á djarfa blöndu af nýjum efnum og nýrri virkni.

Borðið inniheldur einfalda lausn til stækkunar, með auðvelt aðgengi að falinni samanbrjótanlegri stækkun með nútímalegri svartri áferð.

Falleg hönnun borðsins tryggir hámarks þægindi og sveigjanleika fyrir allskonar rými og mismunandi notkunarmöguleika. Efni: Eik, sápa.

Kynntu þér borðið nánar í verslun okkar í Epal Skeifunni.