Heimsókn frá Carl Hansen & Søn og vefarinn mikli kemur!

Það eru spennandi heimsóknir framundan hjá okkur í Epal Skeifunni og í næstu viku fáum við til okkar „Benny the Weaver“, vefarann mikla ásamt sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 25. – 26. mars.
Benny hefur unnið hjá Carl Hansen í yfir 20 ár og er mikill meistari í þessari iðngrein og kemur hann til með að vefa nokkra Y-stóla. Sjón er sögu ríkari! Benny verður hjá okkur dagana 25. og 26. mars.

Fylgstu með á næstu dögum þegar við kynnum spennandi tilboð og happdrætti í tilefni heimsóknarinnar.

 

“Benny the Weaver” kemur í Epal & tilboð á Montana!

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir “Benny the Weaver” sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Benny er einn allra færasti vefari þó víða væri leitað og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá fimmtudegi til föstudags, 3. – 4. nóvember og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Benny Hammer Larsen velkominn í Epal frá 3.-5. nóvember. Benny hefur unnið fyrir Carl Hansen & Son í yfir 20 ár og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Benny kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Benny verða hjá okkur staddir tveir sérfræðingar frá Montana og Carl Hansen & Son og verður tilboð á Montana einingum um helgina ásamt því að sérstök tilboð eru í gangi á Black Editions línunni. Sjá betur hér að neðan,

 

2serfr benny-vefari