Forsalan er hafin – Desember frá Home and Delicious

Forsala er hafin – Desember

Bókin Desember er nýjasta ljósmyndabókin frá Home and Delicious.

Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson vinna bókina í samstarfi við mæðgurnar Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu á Akureyri, og Móheiði Guðmundsdóttur. Bókin er um desember, aðventuna og jólin – stemmningu, innblástur og hugmyndir fyrir þennan árstíma og fylgst er með mæðgunum eyða sínum desember. Einnig eru í bókinni rúmlega 20 uppskriftir sem Margrét og Móheiður nota til að fylla desemberdagana birtu og yl. Desember er bók sem mun verða tekin  úr bókahillunni ár eftir ár.

Smelltu hér til að tryggja þér eintak í forsölu með 10% afslætti. 

Heimili – Forsalan er hafin!

Forsalan er hafin!

Heimili er ljósmyndabók með myndum af tuttugu ólíkum og glæsilegum íslenskum heimilum. Bókin Heimili er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár. Í fyrra kom frá þeim bókin Bústaðir sem vakti mikla eftirtekt en nú er það bókin Heimili. Í henni heimsækja þau tuttugu íslensk heimili og prýða bókina yfir 200 ljósmyndir.
Bókin er væntanleg í lok nóvember.

NÝTT: INNI EFTIR RUT KÁRA

Inni er ný bók sem gefur gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur. Í bókinni er birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut hefur unnið allt frá árinu 1999. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.

Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut  um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.

Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.

rut-bok.235350850060

Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks. Þessi bók er ómissandi fyrir allt áhugafólk um hönnun.

Inni fæst í Epal og kostar 8.900 kr.-

BÓK: HEIMSÓKNIR, ÍSLENSK HEIMILI

Bókin Heimsókn, íslensk heimili eftir Höllu Báru Gestsdóttur og Gunnar Sverrisson er hin glæsilegasta. Hér að neðan má sjá brot af þeim fallegu myndum sem finna má í bókinni. Bókin er tilvalin í jólapakkann handa hönnunarunnendum og fæst hún í Epal.
Í bókinni eru mörg glæsileg heimili.