NÝTT: INNI EFTIR RUT KÁRA

Inni er ný bók sem gefur gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur. Í bókinni er birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut hefur unnið allt frá árinu 1999. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.

Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut  um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.

Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.

rut-bok.235350850060

Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks. Þessi bók er ómissandi fyrir allt áhugafólk um hönnun.

Inni fæst í Epal og kostar 8.900 kr.-