NÝTT: HANDGERÐIR & ENDURUNNIR VASAR

Epal hefur hafið sölu á handgerðum vösum eftir Sigríði Höllu Guðmundsdóttur. Vasarnir bera nafnið Vasi og eru úr endurunnum krómuðum glerflöskum. Þeir gegna bæði hefðbundnu hlutverki blómavasa og nýtast einnig sem pannastatíf á skrifborðum, eða sem einfaldur og stílhreinn listmunur.

Hver glerflaska í vasanum hefur sína lögun, sinn búk, sinn háls og tiplar á sinni tá. Þær leita saman, styðja hver við aðra og mynda heild. Hver þeirra hefur samt sína reisn og teygir sig þangað sem henni sýnist.

Hönnuðurinn, Sigríður Halla Guðmundsdóttir, fæddist í Reykjavík árið 1967. Hún stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árin 2011 og 2012. Hún lauk námi í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 2011. Í hönnun sinni leitast hún við að fanga form úr hversdagsleikanum og gæða þau nýju lífi.
g6MIZ_GN1t-tpZFNxyyozM2Ffh2YDPE8AnUkhhIzKq0 dn7OmrbCWa4-PwAqC3TKCGL5rOzQI89YHpfkBBtZCt8rJwBsvQTVj_L3ImHVZ8R1nRdLNGUXQQ_M2iFuWiVokQ