Puffin Pride í Epal

Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.

Hluti söluverðs lundans rennur til Samtakanna ´78 en samtökin eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Verð á Puffin Pride lundanum er 6.500 kr. – 

LUNDAR SIGURJÓNS PÁLSSONAR

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Lundarnir fást í verslunum Epal í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: SIGURJÓN PÁLSSON

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

EPAL kynnti Hænuna eftir Sigurjón Pálsson.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

„Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-

 

NÝTT: HÆNAN EFTIR SIGURJÓN PÁLSSON

Við kynnum nýja hönnun eftir Sigurjón Pálsson, Hænuna.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

“Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-

LUNDINN ER KOMINN

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen.  Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna  2012.

Screen Shot 2015-11-23 at 14.32.13EPAL-LUNDI-prufa12277228_10154344764173332_379166845_n

 

Lundinn er tilvalinn í jólapakkann í ár og kostar 6.500 kr.-

 

SIGURJÓN PÁLSSON HÖNNUÐUR ÁRITAR VAÐFUGLA

Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.

Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.

Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.

ncepal1001_Shorebird_Swan_Ducky_1 1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Screen Shot 2014-11-20 at 3.49.49 PM

 

Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!