NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH

Við vorum að fá tvær frábærar nýjar vörulínur frá margverðlaunaða breska hönnunarfyrirtækinu Joseph Joseph sem bætast þá við sístækkandi vöruúrval þeirra hjá okkur í Epal.

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni, allt frá einföldum spældum eggjum til flókinna máltíða fyrir fjölskylduna. Öll vörulínan var hönnuð með þægindi í huga sem skilar sér í því að hver vara hefur mörg notagildi og eru mjög handhægar.

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð. Joseph Joseph hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.
M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_23-1

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni,

M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_20 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_18 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_17 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_15 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_13 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_11 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_10 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_9 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_7 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_5 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_4

GoEat er einnig ný lína frá Joseph Joseph sem er hönnuð til að einfalda það að taka með sér heimatilbúinn mat í nesti hvort sem þú ert í vinnu eða námi. Þú þarft ekki lengur að bera með þér mörg nestisbox, með GoEat er allt nestið þitt saman en þó aðskilið og öruggt. Eftir að nestið hefur verið klárað er hægt að raða ílátunum ofan í hvert annað til að spara pláss í töskunni fyrir heimferðina.

GoEat vörulínan inniheldur ílát sem henta mjög vel fyrir samlokur, salöt, súpur, snarl ásamt hnífapari úr stáli.

Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.11 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.31 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.44 Screen Shot 2015-11-13 at 13.43.15 Screen Shot 2015-11-13 at 13.44.58 Screen Shot 2015-11-13 at 13.45.06

 

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð.

Allar vörur Joseph Joseph fást í Epal.