Prjónatal 2011

PRJÓNATAL 2011

Prjónatal er dagbók fyrir áhugafólk um prjón sem langar að eignast fallega dagbók fyrir árið 2011. Dagatal er fremst í hverjum mánuði og svo vika per blaðsíðu.

Bókin er jafnframt prjónabók sem inniheldur áhugaverða prjónhönnun, eina uppskrift fyrir hvern mánuð ársins. Uppskriftirnar eru eftir Helgu Thoroddsen prjónhönnuð og eru úr náttúrulegu hráefni. Hæfileg áskorun fyrir þá sem hafa reynslu af prjónaskap.

Aftast í bókinni er almennur kafli með hagnýtum upplýsingum um garn, prjóna og margt fleira sem nýtist þeim sem prjóna.

Innbundin, vönduð og metnaðarfull bók prýdd fjölda ljósmynda og teikninga.