Vipp Rubbish – ný útgáfa af klassískri hönnun

Ruslatunna gerð úr rusli!
Vipp kynnir ‘Rubbish’ – endurunna útgáfu af klassísku ruslatunnunni sem hönnuð var árið 1939 og er nýja Vipp ruslatunnan gerð úr 75% endurnýttum efnum.

Það þarf vart að kynna Vipp til leiks, sem hanna ein fal­leg­ustu eld­hús síðari ára – með sögu sem nær allt aft­ur til árs­ins 1939 er pe­dal-tunn­an leit dags­ins ljós. Verk­fræðing­ar Vipp skoruðu á sig sjálfa með að end­ur­skoða fram­leiðslu tunn­unn­ar í þeim til­gangi að draga úr hrá­efnisnotkun með því að end­ur­nýta eig­in fram­leiðslu­úr­gang. Hver tunna kem­ur í stað 3,7 kg af stáli fyr­ir plast og sag sem ann­ars er brennt á ruslabrennslu­stöð. End­ur­vinnsla viðar­ins þýðir að CO2 er geymt í vör­unni frek­ar en losað út í and­rúms­loftið. Rubb­ish tunn­an verður fá­an­leg frá og með 15. fe­brú­ar 2023.