Glæsilegar og tímalausar vor nýjungar frá Vipp

Ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast hér í glæsilegri hönn­un á Chimney skenk, fljótandi vegghillum og Cabin hægindarstól. Efnisvalið í skenknum er engu líkt, dökk eikin tónar vel við marmara og pressað ál sem er jafnframt eitt af hönnunareinkennum Vipp sem er einnig notað í Vipp V2 eldhúsin.

Vipp Chimney vegghillur eru einnig úr dökkri eik og koma í tveimur lengdum, 60 og 120 cm og hægt er að stilla þeim upp á marga vegu svo þær falli að þínum persónulega smekk.

Chimney vörulínan dregur nafn sitt frá Vipp Chimney House Hotel í Kaupmannahöfn. Vipp kynnir einnig til sögunnar glæsilegan Cabin eikar hægindarstól sem er með gegnheilli eikargrind, handofnu baki úr pappírsþræði og sessu sem bólstruð er með mjúku leðri sem eldist fallega.

Öll húsgögn frá Vipp er hægt að sérpanta í Epal.