Pandabjörn Kay Bojesen í forsölu með 15% afslætti

Núna er hægt að versla Pandabjörninn eftir Kay Bojesen í forsölu á 15% afslætti.

Pandabjörninn eftir Kay Bojesen er dásamleg og tímalaus tréfígúra sem getur ekki annað en vakið fram bros.

Pandan er innblásin af tveimur pöndum sem fluttu í Kaupmannahafnar Dýragarðinn í apríl 2019. Hluti af ágóðanum fer til WWF – World Wildlife Fund sem eru helstu samtökin í heiminum sem sjá um varðveitingu dýra.

Árið 1952 skapaði Kay Bojesen vinalega björninn Ursula, sem var innblásin af litlum birni sem stjórnandi dýragarðins í Kaupmannahöfn annaðist. Núna, meira en 65 árum síðar er rétti tíminn fyrir Kay Bojesen Denmark að fá innblástur frá sama dýragarði, í ljósi þess að Panda húsið opnaði í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.

Athugið að Pandan er seld í forsölu og áætluð afhending er 12. september. 15% afsláttur í forsölu.

Pöndurnar eru gerðar úr FSC* vottuðu beyki. 

Í FSC vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

Smellið hér til að skoða Pönduna í vefverslun.

MINI APINN ER KOMINN Á EPAL.IS

Við bjóðum nýja Kay Bojesen 10 cm mini apann velkominn í Epal og verða fyrstu 50 eintökin einungis fáanleg í vefverslun okkar á Epal.is –

Þessi smái en glæsilegi api bætist við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast lítið systkini.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann um ókomna tíð ólíkt öðrum leikföngum. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.

NÝIR APAR FRÁ KAY BOJESEN

Við bjóðum nýju Kay Bojesen apana velkomna í Epal. Þessir glæsilegu apar eru úr eik og hlyn og bætast við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast systkini.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.