NÝ ÚTGÁFA AF PANTON WIRE HILLUM FRÁ MONTANA

Montana kynnir nýja útgáfu af Wire hillunum sem hannaðar voru af danska hönnuðinum Verner Panton árið 1971. Núna er hægt að fá Wire hillurnar í tveimur dýptum, nýjum litum ásamt því að hægt er að bæta við toppum í ólíkum útgáfum eins og gleri, marmara og í lituðu MDF.

Panton Wire er hægt að setja saman á ólíka vegu og hentar ekki aðeins sem bókahilla heldur einnig sem náttborð, hliðarborð, skilrými og hægt að raða nokkrum saman sem sófaborð.

Myndirnar hér að neðan gefa hugmyndir hvernig hægt er að stilla upp Panton Wire á þínu heimili. Verð á Pantone hillu er frá 18.110 kr. (20 cm dýpt).