NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: PH5 MINI

Núna í fyrsta sinn kynnir Louis Poulsen PH5 mini sem er ný og minni útgáfa af klassíska ljósinu sem allir þekkja. PH5 mini ljósin koma í 8 litum, og ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen, þriggja skerma ljósið leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. Poul Henningsen hannaði svo PH5 ljósið árið 1958 sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur og hefur selst í milljónum eintaka. PH5 mini koma í 8 ólíkum litum sem voru sérvaldir í samstarfi við litasérfræðinginn Louise Sass.

Kynningarverð á PH5 mini, 59.500 kr. gildir til 1. desember 2017.