VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson