NÝTT Í EPAL : EERO AARNIO BUBBLE & BALL CHAIR

Eero Aarnio er finnskur hönnuður og frumkvöðull sem hannað hefur sum þekktustu og ástsælustu húsgögn samtímans. Við fengum til okkar á dögunum þekktu stólana Ball chair og Bubble chair sem notið hafa gífulegra vinsælda um heim allan.

Ball chair var hannaður árið 1963 og kynntur árið 1966 á Cologne húsgagnasýningunni og er í dag ein þekktasta finnska hönnunin og kom Eero Aarnio á kortið. Bubble stóllinn var hinsvegar hannaður árið 1968, og er hengdur í loftið ólíkt Ball stólnum ein eru þó nokkuð áþekkir í útliti.