Falleg klassík

Hér má sjá fallegar nærmyndir af klassískri hönnun, sumar auðþekkjanlegar en aðrar ekki.
Alto vasinn hannaður af Alvar Aalto fyrir Iitalla og frumsýndur fyrst á heimsýningunni í París árið 1937 og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
44 Stóllinn, sem síðar gekk undir nafninu The Bone chair var hannaður af Finn Juhl um 1940, en var þó aðeins gerður í 12 eintökum, stóllinn var í uppáhaldi hjá Finn Juhl, en var aldrei fjöldaframleiddur sökum þess hve erfitt þótti að smíða hann.
PH Artichoke lampinn hannaður af Poul Henningsen árið 1958.
Y-stóllinn eftir Hans J.Wegner sem að hann hannaði árið 1950, nýlega hófst framleiðsla á Y-stólnum í nýjum og ferskum litum.