Bindin fram í Febrúar

Hið bráðsniðuga landsátak ‘bindin fram í febrúar’ hófst fyrir nokkrum dögum síðan og eru landsmenn hvattir til að setja upp bindi nokkra daga í febrúar eða jafnvel alla dagana.
Hin bráðskemmtilegu Sauðabindi eru hönnuð af hjónunum Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttur og Birgi Hákoni Hafstein. Sauðabindið er prjónað úr ull af íslensku sauðkindinni og er afar þjóðlegt og er bæði til einlitt eða mynstruð.