VIÐ FRUMSÝNUM UXANN – HÖNNUN EFTIR ARNE JACOBSEN FRÁ 1966

Upplifðu upprunalega og klassíska danska hönnun með Uxanum, hægindarstól sem gengur kynslóða á milli og eldist með reisn. Uxinn er einstakt hönnunartákn sem var aðeins í framleiðslu í 4 ár og núna tæpum 50 árum síðar kynnir Republic of Fritz Hansen hann aftur til sögunnar til heiðurs Arne Jacobsen.

Ólíkur flestum öðrum hönnunum eftir Arne Jacobsen var Uxinn ekki hannaður fyrir sérstakt verkefni á sviði arkitektúrs. Það tók Jacobsen hinsvegar 4 ár að þróa hönnun Uxans þar til loka útgáfan var kynnt árið 1966.

Arne Jacobsen var þekktur fyrir mjúkar línur sem einkenndu hans þekktustu verk eins og Svaninn og Maurinn og kom hann því mörgum á óvart þegar hann kynnti Uxann, sem einkennist af skarpara formi. Stóllinn er talinn vera mjög einstakt hönnunartákn, vegna þess hve stutt hann var í framleiðslu, glæsilegur í útliti og hefur hann einnig nánast verið nánast ófáanlegur.

Við fögnum þessu glæsilega framtaki Republic of Fritz Hansen að vekja aftur til lífsins klassíska hönnun Arne Jacobsen honum til heiðurs.