GJAFALEIKUR: ILMANDI VÖRULÍNA FRÁ URÐ

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi.
URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR.
Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir.

Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur). 

Við gefum 4x handþrykkta gjafakassa og hver kassi inniheldur sápu, ilmstrá og ilmkerti. Þú gætir haft heppnina með þér á Facebook síðu Epal ásamt því að við gefum einnig á Instagramsíðu Epal. Við drögum út föstudaginn 15. september.