Veltibollar í 30 ár – 15. nóvember í Epal Skeifunni

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR þar sem nýjasta lína Ingu Elínar verður kynnt. Viðburðurinn verður haldinn í Epal Skeifunni, föstudaginn 15. nóvember á milli kl. 15 – 18.

Léttar veitingar og ljúf stemming! Kaffi og kokteilasérfræðingar töfra fram drykki og 15% afsláttur verður veittur af Veltibollum og servíettur í kaupauka.

“Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR sem nýjastu línu Ingu Elínar, en veltibollar hennar hafa vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis.

Inga Elín hélt sína fyrstu einkasýningu hjá Eyjólfi í Epal árið 1989 þegar hún kom úr námi frá Danish Design School í Kaupmannahöfn. Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn sem Epal hefur sýnt íslenskri hönnun í gegnum árin og því vel við hæfi að halda viðburðinn þar.

Á viðburðinum viljum við sýna margvísleg notagildi bollana, sem hafa aðallega verið notaðir sem kaffibollar fram að þessu. Nýlega voru bollarnir kynntir á viðburði Soho House í New York þar sem var boðið upp á kokteila í þeim og vakti það mikla lukku gesta.

Okkur til aðstoðar á viðburðinum verða:

Vala Stef
Kaffisérfræðingur, sem mun bjóða gestum upp á ýmsar gerðir af kaffi frá Kaffi Kvörn.

Hlynur Björnsson Maple
Kokteilasérfræðingur og umsjónamaður World Class kokteilakeppnanna á Íslandi og mun hann bjóða upp á Espresso Martini.

Við bjóðum einnig upp á léttar veitingar á viðburðinum sem verður haldinn í Epal Skeifunni næsta Föstudag frá 15 til 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Bestu kveðjur,
Kristinn & Inga Elín.