PÁSKARNIR MEÐ LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

Páskalakkrísinn 2017 frá Lakrids by Johan Bülow er einstaklega ljúffengur og er eitthvað sem lakkrísunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Í ár kemur páskalakkrísinn í tveimur ólíkum tegundum, EGG inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft sem kitlar bragðlaukana. EASTER inniheldur sætan og mjúkan lakkrís sem velt hefur verið upp úr dökku lúxus súkkulaði og súru ástaraldin dufti. Einstaklega ljúffengur og bragðgóður lakkrís.

EGG og EASTER fást í hefðbundum umbúðum ásamt sérstökum páskaeggjum sem við hvetjum áhugasama um að hafa hraðar hendur enda aðeins örfá eintök eftir.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.