NÝTT FRÁ MONTANA FYRIR BAÐHERBERGI & ANDDYRI

Nýtt frá Montana, 

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Við vorum að setja upp glæsilegar sýningareiningar í verslun okkar í Epal Skeifunni þar sem hægt er að skoða nýjungar frá Montana fyrir baðherbergi og anddyri.

Baðherbergjalína Montana:

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

Endalaust úrval af Montana fyrir anddyri

Innréttaðu fallegt og persónulegt anddyri sem tekur hlýlega á móti öllum þínum gestum. Speglar, bekkir, hillur, skúffur, snagar og fleira sem skapar afslappað umhverfi þegar að öll fjölskyldan þarf að koma sér út á morgnanna og einnig sem tekur vel vel á móti þér eftir langan dag. Montana innréttingar er hægt að sérsníða eftir þínum óskum og þörfum svo það passi fullkomnlega fyrir þitt heimili.


Vertu velkomin til okkar í Epal Skeifunni og skoðaðu glæsilegan Montana sýningarsal og fáðu ráðgjöf.

Við minnum einnig á frábær afmælistilboð á vinsælum Montana einingum, sjá meira á Epal blogginu hér.