Lentz Copenhagen – fyrir alvöru sælkera

LENTZ Copenhagen er nýjung í Epal sem alvöru sælkerar mega alls ekki láta framhjá sér fara.

Lentz Copen­hagen er sann­kallað hand­verk er kem­ur að sæt­um mol­um til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stend­ur Michael Jacqu­es Lentz sem er ekki bara bak­ari, held­ur einnig sæl­gæt­is­gerðasmiður og stór­kost­leg­ur súkkulaðifram­leiðandi.
Lentz stend­ur sjálf­ur í eld­hús­inu á vinnu­stofu rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn þar sem heima­gerðar kara­mell­ur og súkkulaði er hand­unnið af mik­illi alúð og virðingu fyr­ir hrá­efn­inu. Hann sæk­ir inn­blást­ur hvaðanæva að úr heim­in­um, en þó sér­stak­lega til Par­ís­ar­borg­ar. Vör­urn­ar frá Lentz fást í versl­un­um á borð við Harrods í London, D‘Angla­ter­re hót­el­inu og nú loks­ins í Epal.